Bráðabirgðaútgáfa.

149. löggjafarþing — 15. fundur,  9. okt. 2018.

fiskeldi.

189. mál
[23:02]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Með tillögunni er lagt til að ákvæðið gildi einungis til áramóta. Mig langar samt að árétta eitt sem kom fram í samtölum áðan, ekki í pontu, að að því gefnu að tíu mánaða frestun réttaráhrifa verði veitt má gera ráð fyrir því að önnur lög verði samþykkt á þeim tímapunkti, þegar sá tíu mánaða frestur er liðinn, sem myndi gera það mögulegt að laga vandamálð varanlega án þessa tiltekna ákvæðis. Ég vildi koma því að að þótt ákvæðið falli niður um áramót þýðir það ekki að ekki sé hægt að endurnýja frestun réttaráhrifa, gerist þess þörf, að því gefnu að búið verði að samþykkja ný lög innan tíu mánaða.

Ég greiði atkvæði með ákvæðinu en fyrirsjáanlega verður það fellt, eins og alltaf þegar stjórnarandstaðan leggur eitthvað til.