149. löggjafarþing — 16. fundur,  9. okt. 2018.

fiskeldi.

189. mál
[23:08]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Enn einu sinni eigum við að setja lög með ófullnægjandi hætti í þingsal og eru þau vinnubrögð rökstudd með því að lög um fiskeldi séu svo gölluð að þau þurfi að laga, að augljóslega hafi ekki verið vandað nægilega til verksins þegar lög um fiskeldi voru sett á sínum tíma þannig að við þurfum á handahlaupum að bregðast við á ófullnægjandi hátt — og hvað gerist svo? Hvenær þurfum við að lagfæra það sem við erum að gera í dag? Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem slíkt gerist, herra forseti. Hið einstaka stjórnsýsluklúður sem við höfum orðið vör við og hefur sett líf fjölda fólks í algjört uppnám er þannig að ég held að við eigum að láta það okkur að kenningu verða. Við eigum öll að taka það til okkar, hvort sem við sátum á þingi þegar lögin (Forseti hringir.) voru sett eða ekki. Þetta er algjört klúður, var algjört klúður og við eigum að gera betur.