Bráðabirgðaútgáfa.

149. löggjafarþing — 16. fundur,  9. okt. 2018.

fiskeldi.

189. mál
[23:10]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég greiði atkvæði með málinu sem lagar ágalla í lögum sé hafður til hliðsjónar óhaggaður úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ég greiði atkvæði með eðlilegri breytingu sem gerir okkur kleift að gæta meðalhófs í íslenskri stjórnsýslu, sem er atvinnulífinu í heild sinni til heilla og þar með íslensku samfélagi. Þá greiði ég í leiðinni atkvæði með Vestfjörðum.