Bráðabirgðaútgáfa.

149. löggjafarþing — 16. fundur,  9. okt. 2018.

fiskeldi.

189. mál
[23:13]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Sögulegur dagur er að kveldi kominn. Hér hafa verið snörp átök í dag í erfiðu máli. Við erum í mjög þröngri stöðu en við horfum fram á farsæla niðurstöðu. Við horfum fram á niðurstöðu sem við teljum flest, held ég, óumflýjanlega. Við greiðum atkvæði um breytingar á lögum um fiskeldi, nr. 71/2008, þ.e. rekstrarleyfi til bráðabirgða. Ég lýsi þeirri skoðun minni að nauðsynlegt er að gera miklar kröfur um að sköpuð sé enn sterkari umgjörð um þessa ungu og vaxandi atvinnugrein sem margir hafa miklar væntingar til í náinni framtíð, að við gerum kröfur að öllu leyti, bæði umhverfisþætti og nýtingarhætti. Ég segi: Já.