149. löggjafarþing — 16. fundur,  9. okt. 2018.

fiskeldi.

189. mál
[23:14]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við greiðum atkvæði um breytingu á lögum um fiskeldi, nr. 71/2008, um rekstrarleyfi til bráðabirgða í tíu mánuði. Ég segi já í þessari atkvæðagreiðslu til að koma rekstri fyrirtækja í laxeldi á Vestfjörðum, á Tálknafirði og Patreksfirði, aftur í gang. Þar liggja undir störf 200–300 manns og jafnframt mikil verðmæti og verðmætasköpun. Þetta er ekki þannig mál að hægt sé að ræða það í mjög langan tíma. Þess vegna verðum við að bregðast skjótt við. Og þó að ég sé í stjórnarandstöðu ákveð ég að slá ekki neinar pólitískar keilur til að vekja athygli á því að ég sé ekki í ríkisstjórn.