149. löggjafarþing — 16. fundur,  9. okt. 2018.

fiskeldi.

189. mál
[23:17]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég hef svo sem nefnt að ég er ósáttur við málsmeðferðina. Hins vegar erum við í því ástandi að verið er að bregðast við mjög vondri stöðu. Hún hefði að sjálfsögðu aldrei átt að koma upp, hægt hefði verið að komast hjá henni með því að vinna málið betur á sínum tíma. En það var þá.

Ég vona að þetta verði áminning til okkar á þinginu um að fara að vinna hlutina miklu betur en við höfum verið að gera. Lykilatriðið er að fækka mistökum en á þessu augnabliki skiptir miklu máli að við lögum vandamálið og förum svo að horfa fram á veginn með væntanlegu frumvarpi hæstv. sjávarútvegsráðherra. Herðum töluvert mikið náttúruverndarþættina þannig að þetta verði ekki vafaatriði í framtíðinni.

Að sjálfsögðu verð ég að styðja málið þó að ég sé mjög ósáttur við vonda málsmeðferð.