Bráðabirgðaútgáfa.

149. löggjafarþing — 16. fundur,  9. okt. 2018.

fiskeldi.

189. mál
[23:19]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Mér líður eins og við séum í pínulítið súrrealískri útgáfu af „Of stór til þess að falla“.

Ég rak augun í umsögn Umhverfisstofnunar um frumvarpið til laga um fiskeldi frá því 2008. Þar segir, með leyfi forseta:

„Við útgáfu rekstrarleyfis skal þess ávallt gætt að fullnægt sé ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum, laga um hollustuhætti og mengunarvarnir …“

Að auki bætir Umhverfisstofnun við að til viðbótar ætti að standa:

„… og laga um náttúruvernd. Að auki bendir Umhverfisstofnun á að mikilvægt er að í reglugerð um rekstrarleyfi sé þess gætt að fullt tillit sé tekið til þátta sem heyra undir lög um hollustuhætti og mengunarvamir þannig að ekki verði um tvíverknað að ræða.“

Virðulegur forseti. Ég held að við séum í „twilight zone“, afsakið slettuna, tvíverknaðar akkúrat núna. Við erum í hinni ýtrustu útgáfu tvíverknaðar á þessum fundi.