Bráðabirgðaútgáfa.

149. löggjafarþing — 16. fundur,  9. okt. 2018.

fiskeldi.

189. mál
[23:21]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Á nokkrum dægrum höfum við hitt fjölmargt fólk af Vestfjörðum, sérfræðinga, lagasérfræðinga, sérfræðinga frá ráðuneytum og stofnunum, og kynnt okkur málið á skömmum tíma. Málið er ósköp einfalt. Þetta er lagatæknilegt atriði í lögunum. Þetta fjallar ekki um brot á umhverfissjónarmiðum eða að fyrirtækin fylgi ekki þeim stöðlum og reglum sem á að fylgja út frá umhverfinu, heldur er það lagatæknilegt atriði sem við erum að leiðrétta með frumvarpinu.

Byggðir eru að rísa upp úr öskustó eftir langt niðurbrotsskeið fyrir vestan og þarna er komin ljóstýra, fólk er að flytjast til baka, sérfræðingarnir eru að koma til baka.

Ég segi: Já.