Bráðabirgðaútgáfa.

149. löggjafarþing — 16. fundur,  9. okt. 2018.

fiskeldi.

189. mál
[23:23]
Horfa

Teitur Björn Einarsson (S):

Herra forseti. Auðvitað var annað óhugsandi en að ríkisstjórn og Alþingi myndi á einhvern hátt bregðast við þeirri ótrúlegu stöðu sem upp var komin á Vestfjörðum þar sem hætta var á að mörg hundruð manns myndu missa vinnuna vegna úrskurðar sem svipti fyrirtæki rekstrarleyfi vegna ágalla í stjórnsýslunni og byggði þar að auki á mjög vafasömum forsendum. Ég lít svo á að með frumvarpinu sé verið að senda þau skilaboð að áfram skuli stefnt að uppbyggingu í fiskeldi á Íslandi en mest um vert er að með frumvarpinu, sem verður að lögum, er verið að senda þau skilaboð til fólks að lögin og stjórnsýslan snúist um fólk, velferð þess og tækifæri til sjálfsbjargar.

Þingmaðurinn segir já.