149. löggjafarþing — 17. fundur,  10. okt. 2018.

samgönguáætlun 2019--2033.

173. mál
[15:57]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það er fróðlegt að sjá skiptingu fimm ára áætlunar niður á svæði, norðursvæði 3,8 milljarðar, vestursvæði 17,9 milljarðar, suðursvæði I 8 milljarðar — austursvæði 4,3 milljarðar. Þar eru reyndar inni Lónið, Hornafjarðarfljót, Steinsvatn og Kotá en þetta eru blekkingar. Þetta á heima á suðursvæði. Eftir stendur 1 milljarður kr. 3,3 milljarðar flytjast þá yfir í kjördæmi hæstv. ráðherra, suðursvæðið, sem á samkvæmt áætlun að fá 11,5 en fær í rauninni 15.

Ég vil spyrja ráðherra hvort honum finnist þetta boðlegt og hvort hann vilji ekkert taka tillit til þeirra forgangsmála Austfirðinga sem hafa einróma ályktað um framkvæmdir. Í áætluninni eru farnar allt aðrar leiðir. Mér finnst þetta a.m.k. skammarlegt.