149. löggjafarþing — 17. fundur,  10. okt. 2018.

samgönguáætlun 2019--2033.

173. mál
[15:59]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég geri ekki ágreining um það að mikið af fénu fari í öryggismál, t.d. á suðvesturhorninu, en ég er að benda á hvað Austfirðir bera skarðan hlut frá borði. Helgi Valtýsson tók saman ljóð austfirskra skálda og kallaði Aldrei gleymist Austurland. Hér held ég að hafi birst bók sem er gefin út á Suðurlandinu sem heitir Alltaf gleymist Austurland. Ég held að ráðherra hljóti að hugsa líka til Seyðfirðinga þegar hann heldur ræðuna sína um öryggi og öryggisleysi, það að búa í lokuðum firði á vetrum með takmarkaðan aðgang að heilbrigðisþjónustu er líka öryggismál, hæstv. ráðherra.