Bráðabirgðaútgáfa.

149. löggjafarþing — 17. fundur,  10. okt. 2018.

samgönguáætlun 2019--2033.

173. mál
[16:02]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það eru mörg verkefni sem þarf að vinna víðs vegar um landið og allir hafa eitthvað til síns máls. Mig langaði að velta upp með ráðherra hérna viðhaldskostnaði á vegum. Það hefur verið gefið út að uppsöfnuð viðhaldsþörf sé upp á um 60 milljarða kr.

Nýlega fékk fjárlaganefnd minnisblað frá Vegagerðinni um það hvernig væri mögulega hægt að minnka álag á vegum, t.d. með því að vera með tvíbreið dekk á þyngri bílum, með því að fara niður í sjö tonna öxulþunga í staðinn fyrir tíu tonna sem sparar 18-faldan mun á sliti. Með því að fara niður í sjö tonn eru það ekki nema 24% af slitinu miðað við tíu tonn.

Þær aðgerðir myndu t.d. spara alveg gríðarlega mikið slit og þá minnka þessa uppsöfnuðu viðhaldsþörf allverulega mjög hratt. (Forseti hringir.) Mig langaði að velta fyrir mér með hæstv. ráðherra hvaða aðgerðir sé að finna í þessari samgönguáætlun til þess að minnka álagið.