149. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2018.

meðferð á erlendu vinnuafli.

[10:52]
Horfa

Snæbjörn Brynjarsson (P):

Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Kannski er ég svolítið á persónulegum nótum hérna, en mig langar að vita hvað hans eigin réttlætiskennd segir honum, hvort ekki eigi að fylgja strangar og harðar refsingar þegar verið er að níðast á þeim sem hafa litlar varnir.

Svo er ég aftur á persónulegum nótum. Ég hef sjálfur reynslu af því að vinna sem farandverkamaður. Ég vann sem farandverkamaður í frönskum landbúnaði um skeið. Það var svolítið magnað að fylgjast með eftirlitinu þar því að vinnueftirlitið í Frakklandi er meira að segja með þyrlur. Spáum í hvernig það væri ef Vinnueftirlitið gæti flogið um á þyrlu í svona neyðartilvikum.

Hvað segir hans eigin réttlætiskennd? Þarf harðari refsingar?