149. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2018.

úttekt á stöðu ólíkra hópa fólks með tilliti til eigna-, tekju- og atvinnustöðu tíu árum eftir hrun.

207. mál
[11:12]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Um þessar mundir, þegar tíu ár eru liðin frá falli íslensku bankanna, er ljóst að afleiðingar efnahagshrunsins höfðu víðtæk áhrif á heimili landsmanna, en ekki liggur fyrir greining á stöðu þeirra einstaklinga sem leituðu sér aðstoðar vegna skulda- og greiðsluvanda. Þess vegna leggjum við fram þessa tillögu. Heimilin eru mikilvægustu einingar samfélagsins. Við þurfum að halda vel utan um þau og ég fagna því að hér skuli svona vel vera tekið undir þessa beiðni okkar sem að þessari ósk um skýrslu stöndum. Þakka ykkur kærlega fyrir.