149. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2018.

þingmannamál á dagskrá og fundur í umhverfis- og samgöngunefnd.

[15:58]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég kem hingað upp til að taka undir orð hv. þingmanna Þorsteins Víglundssonar og Björns Levís Gunnarssonar vegna þess að í dag var skyndilega boðað til fundar í umhverfis- og samgöngunefnd og sagt að sá fundur ætti að fara fram að loknum þingfundi. Nú á enn eftir að fjalla um tvö mál sem hæstv. samgönguráðherra á að fara að mæla fyrir. Ég veit ekki betur en að á dagskrá sama fundar standi til að taka eigi fyrir annað af málunum sem verið að fara að mæla fyrir. Það er engin heimild til þess af því að ekki er búið að vísa málinu til nefndarinnar, engu að síður er kominn listi yfir umsagnaraðila og ég veit ekki hvað og hvað. Ég átta mig engan veginn á í hvaða leikhúsi við erum stödd (Forseti hringir.) núna. Hvað gengur eiginlega á?