149. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2018.

svæðisbundin flutningsjöfnun.

158. mál
[16:15]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið og er raunar ekki með frekari spurningar. Ég vil þó beina því til þeirrar nefndar sem tekur við málinu að sérstaklega verði farið yfir þetta, og einmitt hvort hugsanlega sé fleira í A-bálkinum, jafnvel fleira en það sem hefur komið hér til tals, sem gæti fallið undir hugsanlega útvíkkun.