149. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2018.

svæðisbundin flutningsjöfnun.

158. mál
[16:16]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla svo sem ekki að lengja þessa umræðu. Ég tek bara undir ábendingarnar og hvet fulltrúa í atvinnuveganefnd til að fara vel yfir það hvort þessar afurðir skógarbænda, og hugsanlega aðrar sem ekki voru taldar hér upp, gætu fallið undir þennan A-bálk ISAT2008.