149. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2018.

svæðisbundin flutningsjöfnun.

158. mál
[16:21]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra framsöguna. Mig langar til að spyrja út í frumvarp um svæðisbundna flutningsjöfnun. Þegar talað er um aðföng er þá átt við raforku, þ.e. flutning á raforku, ekki orkuna sjálfa? Í annan stað langar mig til að spyrja út í vegalengdina sem sett er þarna inn, hún fer úr 245 km í 150. Það eru stór svæði sem eru heit svæði í þeim skilningi að þar er jarðhiti, þau henta vel til ylræktar og þar er mikil ylrækt. Ég nefni svæði eins og Reykholt í Borgarfirði, Kleppjárnsreyki, Sólbakka, Flúðir, Grímsnes, sem eru í raun og veru ekki innan þessa radíuss og féllu þá ekki undir þetta en eru mjög ákjósanleg svæði til ylræktar. Er einhver sérstök ástæða fyrir því að hringurinn var dreginn í 150 km eða er möguleiki á að við sjáum breytingu á þeirri vegalengd?