149. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2018.

um fundarstjórn.

[16:30]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Mig langar til að útskýra aðeins af hverju þetta er alvarlegt. Þetta virðist líta þannig út að hægt sé að boða nefndarfund á þingfundartíma, einhver meiri hluti í nefndinni geti bara mætt á hann, afgreitt mál og búið og basta. Við vitum ekkert hvaða ákvarðanir voru teknar þarna. Væntanlega voru teknar alveg fínar ákvarðanir samkvæmt dagskrá, en það er líka dagskrárliðurinn Önnur mál þar sem ýmislegt annað hefði getað komið upp á.

Almennt séð skiptir formið rosalega miklu máli. Ég vona að þingmenn átti sig á því hvers konar fordæmi þetta er í raun. Það á ekki að þurfa að segja mikið meira um það til þess að skilja hversu alvarlegt þetta er.