149. löggjafarþing — 19. fundur,  15. okt. 2018.

rannsókn sjálfsvíga.

[15:31]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég held að við séum sammála. En hvar á að byrja? Framlag til meðferðarsviðs SÁÁ er núna 278 millj. kr. lægra en 2009. Verið er að skera niður ár eftir ár í fjárlögum framlög til hjúkrunarheimila SÁÁ sem er helsti aðilinn sem hjálpar unga fólkinu okkar.

Það gildir alls staðar í kerfinu, meira að segja er Sjálfsbjargarheimilið skorið niður. Verið er að skera niður öll hjúkrunarrými. Á sama tíma er verið að fást við hrun þar sem heilbrigðiskerfið hrundi nærri því. Geðheilbrigðismálin eru algerlega í lamasessi. Það hlýtur að vera númer eitt í forgangi hjá okkur að sjá til þess að auka í þennan málaflokk ef við ætlum að láta fólk trúa því að við séum að gera eitthvað.