149. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2018.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

155. mál
[15:10]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka þessi svör og fagna því að leggja eigi áherslu á gott samráð. Það er gífurlega mikilvægt. Mikið af þessum málaflokkum skarast og það er gott að þessir ráðherrar tali saman og að verið sé að skoða heildarmyndina.

Mér skilst að í velferðarráðuneytinu starfi núna um 100 manns. Mig langar að forvitnast um hvernig skiptingu starfsmanna verði háttað á milli ráðuneyta og hvort bæta þurfi við starfsfólki í annað hvort ráðuneytið eftir skiptingu, þá augljóslega fyrir utan skrifstofustjórann. Hvernig verður því háttað? Talað er um að auka og efla stjórnsýslu. Það væri áhugavert að heyra hvort í því felist að bæta við starfsfólki.