149. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2018.

stuðningur við útgáfu bóka á íslensku.

176. mál
[16:50]
Horfa

Þorgrímur Sigmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Lagt er til að sett verði á fót hvatakerfi fyrir bókaútgefendur. Í því felst að bókaútgefendum yrði veittur tímabundinn stuðningur í formi endurgreiðslu, eins og hæstv. menntamálaráðherra hefur farið yfir. Ég velti fyrir mér hvort hæstv. menntamálaráðherra hafi veðjað á réttan hest. Ef markmiðið er að stuðla að auknum lestri, og þá sérstaklega barna og unglinga, væri þá ekki nær að nálgast höfundana með beinni hætti, þ.e. án þess milliliðar sem útgefandinn er? Það myndi hugsanlega örva höfundinn meira til afkasta heldur en í gegnum útgefanda.