149. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2018.

stuðningur við útgáfu bóka á íslensku.

176. mál
[16:53]
Horfa

Þorgrímur Sigmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntamálaráðherra svörin. Eins og farið var yfir er áætlaður kostnaður 300–400 millj. kr. miðað við 25% endurgreiðslu. Ég hjó eftir því að ráðherrann notaði orðalagið „mögulega hækkun“ í fyrri umferð og því ítreka ég vangaveltur mína um hvort ekki væri nær að hún rynni beint til höfunda til að örva þá.