149. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2018.

stuðningur við útgáfu bóka á íslensku.

176. mál
[16:59]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég get svo sem tekið undir margt af þessu. Varðandi það að þetta sé mjög brýnt — auðvitað þykja öllum þingmönnum og ráðherrum sín þingmál vera mjög brýn. Það liggur í hlutarins eðli. En við erum að tala um samdrátt sem hefur verið að eiga sér stað frá 2008. Það að bíða í nokkrar vikur í viðbót á meðan eðlilegt samráðsferli færi fram ræður kannski ekki úrslitum fyrir bókaútgefendur. Auðvitað eigum við að styðja við íslensku og styðja við íslenska bókaútgáfu, en mér þætti samt áhugavert að leitast við að lækka kostnað vegna bóka almennt, það er mikilvægt atriði.

Um gildistökuna segir að lögin öðlist gildi 1. janúar 2019 og komi til endurskoðunar fyrir 31. desember 2023. Þá er spurningin: Er hugsunin sú að ákvæðið falli úr gildi 2023 eða hvert er eðlilegt framhald á þessu ferli?