149. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2018.

stuðningur við útgáfu bóka á íslensku.

176. mál
[17:47]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að hafa mörg orð. Við hæstv. ráðherra erum svo sammála í þessum efnum. Í sjálfu sér er ekkert sem ég geri athugasemd við í hennar andsvari heldur tek undir að við stöndum á vissum tímamótum, en við stöndum kannski alltaf á tímamótum varðandi það að varðveita menningu okkar og sjálfsmynd. Það er stöðugt verkefni, því linnir aldrei. En alveg sérstaklega núna eru ýmsar blikur á lofti.