149. löggjafarþing — 21. fundur,  17. okt. 2018.

þolmörk ferðamennsku, munnleg skýrsla ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

[16:18]
Horfa

Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Samið hefur verið um fyrirkomulag umræðunnar. Ráðherra hefur tíu mínútur til framsögu og tvær mínútur að umræðu lokinni. Ræðutími skiptist svo á milli þingflokka: Samfylkingin 13 mínútur, Miðflokkurinn 13 mínútur, Vinstrihreyfingin – grænt framboð 16 mínútur, Píratar 13 mínútur, Framsóknarflokkurinn 14 mínútur, Flokkur fólksins 11 mínútur, Viðreisn 11 mínútur og Sjálfstæðisflokkur 13 mínútur.