149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

Frestun á skriflegum svörum.

[10:30]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 150, um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi, frá Karli Gauta Hjaltasyni.

Einnig hefur borist bréf frá umhverfis- og auðlindaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 176, um mengun á byggingarstað við Hringbraut, frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.