149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

framtíð íslenskrar peningastefnu, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[11:45]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra svarið en vil minna á í leiðinni að fjármálakreppan var sannarlega alþjóðleg. En ofan á vanda okkar hér á Íslandi, og þess vegna var vandi okkar svo mikill, var gjaldeyrisvandi. Um það bil helmingurinn af ástæðunni fyrir því að kjör almennings fóru versnandi hér eftir hrun var veiking íslensku krónunnar. Það er staðreynd og ég vona að hæstv. forsætisráðherra muni jafn vel og ég að við vorum einmitt að glíma við þann vanda eftir hrun.

Fyrr í dag talaði hæstv. forsætisráðherra um Ítalíu. Ég skildi hana þannig að hún teldi að Ítalía ætti í gjaldeyrisvanda. En það er rangt. Ítalía á í miklum skuldavanda.

Ég vil ítreka spurningu mína: (Forseti hringir.) Telur hæstv. ráðherra að vandi evrusvæðisins sé gjaldeyrisvandi?