149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

framtíð íslenskrar peningastefnu, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[12:16]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Já, ég er sannfærð um að þetta er eftirsóknarverður vettvangur fyrir okkur, fyrir almenning í landinu og til þess að bæta hér kjör og rekstrarumhverfi fyrirtækja.

Við þurfum ekki annað en að horfa á Brexit og vandræðaganginn hjá Bretum sem vilja bæði halda og sleppa. Þeir vilja halda kostunum sem fylgja því að vera í efnahagsbandalagi og þegar þeir uppgötvuðu hvernig staðan yrði þegar þeir yrðu búnir að yfirgefa Evrópusambandið fór allt í voll og vandræði.

Könnunin sem birt var á Evrópuþinginu í gær um afstöðu almennings í Evrópusambandinu er skýr niðurstaða um að almenningur telur að sér sé betur borgið innan efnahagsbandalagsins. Það ætti að vera leiðarljós fyrir okkur og tilefni til þess að skoða málin betur.