149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

framtíð íslenskrar peningastefnu, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[12:23]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Já, svo sannarlega enda hef ég margoft rætt það í þessum sal að við eigum að beita þeim tækjum sem við getum til þess að auka jöfnuð í samfélaginu. Það mun bæta hagvöxtinn. Það er augljóst að stjórnvöld eiga að gera það.

Ég er búin að gleyma fyrri spurningunni, ég var svo ánægð að fá þessa spurningu því að ég hef svo oft rætt um þetta, [Hlátur í þingsal.] að við eigum að taka öll tækin sem við erum með í verkfærakistunni sem opinberir aðilar, sveitarfélög og ríkisstjórnir hafa yfir að ráða til þess að auka jöfnuð í samfélaginu. Það mun bæta kjör allra, ekki bara þeirra sem verst standa, heldur líka þeirra sem eru í ágætisefnum.