149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

framtíð íslenskrar peningastefnu, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[12:26]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð bara að segja nei. Það er bara þannig. Þegar fólk segist ekki vilja fara í Evrópusambandið — en við erum í EES. Hvað erum við að gera hér? Annað hvert þingmál sem við vinnum með í þingsal er búið til annars staðar en hér á landi. Við erum búin að gera samning um að vera á Evrópska efnahagssvæðinu.

Það sem við þurfum að gera er að semja um þau 25% sem út af standa, taka upp álitamálin og leggja síðan samning fyrir þjóðina. Ef hann er góður mun þjóðin samþykkja. Þá sækjum við um inngöngu í myntbandalagið.

Menn tala mjög oft um Danmörku í þessari umræðu. Danmörk er í Evrópusambandinu og enn í þessu myntráði og er með bakhjarl vegna þess að hún er í Evrópusambandinu.