149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

framtíð íslenskrar peningastefnu, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[12:52]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Þórarinssyni fyrir ræðuna. Mig langar að ræða aðeins við hann um tillögurnar og þá kannski sérstaklega fyrsta kastið um tillögu 7, þ.e. tillögu um innflæðishöft á fjármagn sem kemur inn í landið.

Nú er það rakið og ég skil það þannig í skýrslunni að ekki sé verið að leggja til að innflæðishöft séu ekki eitt af tækjunum sem Seðlabankinn hafi heldur aðallega rætt að byrjað sé að létta á þeim. Það sem virðist vera að gerast í hagkerfinu er að krónan virðist vera að veikjast — og hún virðist ekkert vera að veikjast, hún er að veikjast þessa dagana. Er það þá ekki akkúrat tíminn sem væri kannski skynsamlegt að slaka aðeins á bindiskyldunni á innflæði? Væntanlega í þeim tilgangi (Forseti hringir.) að spila aðeins á þetta. Er þetta ekki tæki sem Seðlabankinn þarf að hafa?