149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

framtíð íslenskrar peningastefnu, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[12:59]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Við verðum líka að hafa það í huga í þessu sambandi að afnám bindiskyldunnar getur gert að verkum að krónan styrkist, töluvert. Það hefði þá slæm áhrif fyrir útflutningreinarnar, og sjávarútveginn og ferðaþjónustuna. Að því leyti til held ég að það þurfi ekki, eins og hv. þingmaður orðaði það, að réttlæta það sérstaklega gagnvart þessum greinum. Þetta er í mínum huga mikilvægt tæki sem ég tel að við eigum að hafa í handraðanum. Ég hef rakið það hér, þegar við höfðum það ekki, hvaða afleiðingar það hafði fyrir okkur.

Ég sé fyrir mér að undir ákveðnum skilyrðum í efnahagslífinu sé jú hægt að stíga ákveðin varfærnisleg skref til að afnema þetta. Og ég tel líka að fyrirkomulag eins og er í Síle (Forseti hringir.) og er lýst í skýrslunni, þar sem horft er í lengd skuldabréfa o.s.frv., geti verið ákveðin leið til að stíga þetta skref.