149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

framtíð íslenskrar peningastefnu, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[14:06]
Horfa

Forseti (Bryndís Haraldsdóttir):

Áður en lengra er haldið vill forseti minna hv. þingmenn á að við ræðum hér skýrslu í samræmi við þingsköp. Það gefur hv. þingmönnum rúman ræðutíma. Þeir geta jafnframt komið oftar en einu sinni í ræðustólinn. En forseti beinir þeim tilmælum til þingmanna að virða þann ræðutíma sem veittur er og sérstaklega þann tíma sem veittur er í andsvör.