149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

framtíð íslenskrar peningastefnu, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[14:46]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður fór yfir verðbólguna sem er að skjóta rótum, virðist vera, og nefndi að allar greiningar segi að allt sé tryggt í kerfinu og í raun engin útskýring. En það er alveg hægt að rekja tiltölulega röklega að uppgangurinn að undanförnu, með gengisstyrkingu, með niðurfellingu tolla, hefur haldið niðri þeirri innbyggðu þörf Íslendinga að hækka alltaf verð, vera í ákveðnum verðbólguvana. Brasilía breytti einmitt út af þessu þegar real var tekið upp árið 1994, skiptu um gjaldmiðil sem þeir höfðu haft fastan — verð á eggi hélst alltaf það sama í einhvern tíma áður en honum var skipt út. Eftir að þeir skiptu honum alveg út (Forseti hringir.) hélst það í nokkur ár alveg fast. Þeir losnuðu við verðbólguvanann sinn. Ég held að það sé vandamálið sem er undirliggjandi hjá okkur.