149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

framtíð íslenskrar peningastefnu, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[14:48]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það sem hv. þm. Björn Leví Gunnarsson skildi eftir handa mér í andsvari var verðbólguvani. Af því að ég endaði ræðu mína á því að tala um verðtryggingu þá held ég að víðtæk verðtrygging lána hafi svolítið slævt þessa vitund um að verð og verðlag bíti. Við höfum tilhneigingu til að kasta því aftur fyrir sem seinni tíma vandamáli í greiðslubyrði. Hvort það að skipta um gjaldmiðil mundi losa okkur undan þeim vana — ég veit ekki hvort hv. þingmaður ætlaði inn á það, en hann gerir það þá hér í seinna andsvari.