149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

framtíð íslenskrar peningastefnu, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[14:53]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Þorsteini Víglundssyni spurninguna sem snýr að leikreglum og ríkisútgjöldum. Ég er sammála hv. þingmanni. Það þarf ekki annað en að skoða söguna og þróun ríkisútgjalda. Tökum bara síðustu fimm, sex, sjö ár. Síðan við höfum verið í færum til höfum við sífellt verið að auka útgjöldin að raungildi. Þá kemur að forgangsröðuninni. Hvað setjum við í fjárfestingar? Hvað missum við í rekstur o.s.frv.? Það er alveg hrópandi nauðsyn á að við förum að endurmeta hér öll ríkisútgjöld og vega og meta í hvað þau fara og skoða fjárfestingar sem skila tekjum inn í framtíðina. Það er risastórt verkefni fram undan. Það er von mín að við náum miklu meira samspili undir sömu leikreglum á milli peningastefnu og fjármálastefnu til framtíðar.