149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

framtíð íslenskrar peningastefnu, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[15:01]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þjóðarsjóður. Mér fannst hv. þingmaður, sem ég þakka þetta andsvar, hv. þm. Ólafur Þór Gunnarsson, orða það mjög vel áðan í ræðu þar sem hann talaði um að þetta gæti verið akkeri í hagstjórn okkar. Það er ráðlegt þegar vel árar að safna í sjóði og eiga þá til.

En þá um leið komum við að þessum spurningum: Hvernig nýtum við þennan sjóð? Hvernig verður ramminn í kringum hann? Í hvað á hann að fara? Hvenær notum við hann? Við hvaða kringumstæður? Hvenær eru aðstæður uppi í efnahagslífi okkar þannig að grípa eigi til hans? Ég er í raun ekki kominn þangað.