149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

framtíð íslenskrar peningastefnu, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[16:27]
Horfa

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þakka þér fyrir. Afsakið. Ég vil byrja á því að þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég er enn þá að læra reglurnar.

Ég efast ekki um að við munum finna leiðir til að nýta varúðartæki. Eins og ég nefndi þá eru þeir kostir sem fjallað er um í skýrslunni góðir en þeir miða bara við það erindisbréf sem hv. þingmaður nefnir líka, það eru engir aðrir valkostir skoðaðir. Það er það sem ég er að gagnrýna, að það skuli virkilega ekki vera uppi á borðum einhver hugmynd um að breikka þetta viðfangsefni aðeins meira. En ég efast ekki um að það sé hægt að viðhafa varúðartæki þó að við séum hluti af stærra myntbandalagi, bara eins og aðrir gera.