149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

mótun klasastefnu.

28. mál
[18:47]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Bara örstutt. Þetta er spennandi mál. Ég vona að það gangi lengra en það hefur gengið áður. Mér líst mjög vel á svona uppbyggingu í átt til nýsköpunar og í rauninni stuðningsnets, sérstaklega fyrir aðila sem eru að leita að innkomu í nýsköpun og frumkvöðlastarf. Þá vantar oft leiðbeiningar um hvert á að fara. Þeir sem eru að koma nýir inn týnast oft í kerfinu sem slíku, átta sig ekki á öllum styrkumsóknunum, hvar hægt er að leita eftir styrkjum o.s.frv. Ég held að eitthvað svona gæti hjálpað mjög mikið til að leiðbeina fólki hvert það á að leita og styðja við nýtt umhverfi, ný fyrirtæki eða nýjar hugmyndir. Og á heildina tekið sjáum við fleiri verkefni takast.