149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.

250. mál
[19:11]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir afar skýr og greinargóð svör. Ég velkist þá ekki í vafa um það hver skilgreiningin er á alvarlegum sjúkdómi og mér sýnist að þetta sé mjög skynsamleg nálgun. Sömuleiðis vil ég þakka fyrir undirtektir um að skoða hugsanlega útfærslu á hinu atriðinu, að maður geti að einhverju marki haft val um það hvað maður vill verða upplýstur um og hvað ekki. Maður gæti ímyndað sér að það væri óþægilegt að fá tilkynningu óforvarandis um að maður væri hugsanlega með einhvern sjúkdóm og maður veltir fyrir sér: Er það þessi, þessi eða þessi? Ég vil vita um þetta, en ekki hitt og hitt. Kærar þakkir fyrir skýr svör. Ég veit að þið finnið út úr þessu.