149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.

250. mál
[19:12]
Horfa

Flm. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það var reyndar engin spurning í andsvari hv. þingmanns. En ég vil bara nota tækifærið til að segja að ef t.d. krabbamein uppgötvast fyrir tilviljun þá sýna greiningar að lífslíkur þeirra sem greinast fyrir tilviljun eru meiri en hinna. Ef þú ferð til læknis og læknirinn heldur kannski að þú sért með lungnabólgu og sendir þig í myndgreiningu og í ljós kemur að þú ert með æxli þá fer ákveðið ferli í gang. Það er óþægilegt að fá að vita að maður sé með æxli, en það er samt betra að fá að vita það en ekki, því að lífslíkurnar aukast.