149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

efling björgunarskipaflota Landsbjargar.

125. mál
[19:23]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla í raun ekkert að spyrja hv. þm. út í tillöguna. Ég gleðst yfir því að málið sé komið á dagskrá og er á því.

Eins og kemur fram í tillögunni er björgunarskipaflotinn orðinn mjög gamall og hefur verið mikið strögl hjá björgunarsveitunum að reka það batterí. Við höfum verið lánsöm síðustu árin því að lítið hefur verið um slys á sjó, eða mannskaða. En þetta er stórt dæmi og mikill skipakostur sem þarf að vera í góðu lagi hringinn í kringum landið.

Ég er því ekki með neina spurningu til þingmannsins en gleðst yfir því að málið sé komið á dagskrá. Vonandi fær það skjóta og greiða afgreiðslu í gegnum þingið.