149. löggjafarþing — 23. fundur,  23. okt. 2018.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:30]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur bréf frá félags- og jafnréttismálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 100, um ráðgjöf og störf við tímabundin eða afmörkuð verkefni, frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

Einnig hefur borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 167, um fjármögnun þjónustu SÁÁ og meðferðarúrræði utan höfuðborgarsvæðisins, frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.

Loks hefur borist bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 64, um orkupakka ESB, eftirlitsstofnanir sambandsins og EES-samninginn, frá Óla Birni Kárasyni.