149. löggjafarþing — 23. fundur,  23. okt. 2018.

samgöngumál á Vestfjörðum.

[13:53]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Varðandi veginn um Gufudalssveit hafa margir kostir verið þar í skoðun. Boltinn liggur hjá nýrri sveitarstjórn í því samfélagi, að velja þá niðurstöðu og gefa út framkvæmdaleyfi. Fjármunirnir eru klárir og hönnunin er klár þannig að á mjög fljótlegan hátt væri hægt að fara í það verkefni. Þangað til hafa menn verið að horfa til þess að bæta í þjónustuna af því að það er nauðsynlegt til að tryggja að það sé fært þarna. Eitt af því sem skoðað hefur verið er að fjölga ferðum ferjunnar, eins og hv. þingmaður kom inn á, til þess að mæta þeirri þörf sem þarna er sannarlega og sem betur fer.

Við erum að klára að eina ferju, Herjólf, mjög stóra ferju. Það er mikill kostnaður í kringum það. Við höfum sett okkur þau markmið í sambandi við samgönguáætlun, að allar nýjar ferjur verði rafknúnar eða knúnar umhverfisvænum orkugjöfum. Við höfum líka aðeins verið að skoða Hríseyjarferjuna að þeirra eigin frumkvæði sem þar yrðu þá líka undir. Ég hef ekki átt samtal (Forseti hringir.) við útgerðina á Breiðafjarðarferjunni um þetta mál en er svo sannarlega tilbúinn til þess. En við verðum að raða þessu inn þannig að við höfum fjármagn til hlutanna.