149. löggjafarþing — 23. fundur,  23. okt. 2018.

brottfall laga um ríkisskuldabréf.

210. mál
[15:59]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Jú, það getur vel gerst að til slíks geti komið ef við rekumst á úrelt lög eða lög sem fela í sér efnisreglur sem við viljum breyta eins og á við hér. Ég ætla ekki að rekja ákveðin dæmi um það en það mun þá bara koma fram eftir því sem á reynir. Ég vil taka undir með hv. þingmanni að það er gott þegar okkur tekst að einfalda regluverkið eins og stundum er hægt að gera með því að fella brott úrelt lög.

Það sem stendur eftir í efnisatriðum þessa máls er bara þetta með hámark útgáfutímans en önnur atriði hafa tekið efnisbreytingu með nýrri lögum sem ég vék að.