149. löggjafarþing — 23. fundur,  23. okt. 2018.

umferðarlög.

219. mál
[17:58]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstvirtur forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir þetta svar. Ég þarf greinilega að kynna mér norsku leiðina sem þingmaðurinn kom inn á. En ég get alveg tekið undir það, oft þegar maður heyrir í fréttum að einhver aðili hafi verið tekinn undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna, það er eins og það skipti alveg rosalegu máli. Það fer pínulítið í taugarnar á mér. Þetta er allt saman bara vímuefni í mínum huga. Mér finnst fínt að opna aðeins á umræðuna. Ég tek undir það. Í mínum huga greini ég ekki á milli þess hvað menn láta ofan í sig. Í mínum huga fólk er ekkert verra sem reykir hass eða sem hefur fengið sér í staupinu, eða ég veit ekki hvað. En það er bara fínt að opna fyrir umræðuna.