149. löggjafarþing — 23. fundur,  23. okt. 2018.

skógar og skógrækt.

231. mál
[21:54]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Hvað varðar seinni spurninguna, um vegagerð á vegi nr. 60, þá tel ég að þetta sé ekki tengt.

Varðandi hina spurninguna þar sem spurt er út í 10. gr. (Gripið fram í.) þar sem fjallað er um að Skógræktin geti veitt framlög til skógræktar, þar með talið vegna verndar og endurheimtar náttúruskóga og skjólbeltaræktar á lögbýlum o.s.frv., er því til að svara að þarna er einungis verið að vekja sérstaklega athygli á því að þar sem framlög hingað til hafa kannski verið meira til nýskógræktar er hér opnað enn þá frekar á það og minnt á að framlög ríkisins geti líka farið til endurheimtar og verndar birkiskógum. Það er verið að draga það fram.