149. löggjafarþing — 23. fundur,  23. okt. 2018.

skógar og skógrækt.

231. mál
[21:56]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir svarið og er bæði ánægð með að fá skýrt svar og ekki síður ánægð með það hvert svarið er.

Þá er erindi mínu eiginlega lokið. Þetta var það stóra sem ég rak augun í þegar ég las þetta og ég endurtek bara ánægju mína með frumvarpið. Breytingarnar sem það hefur tekið frá því að það var lagt fram í fyrra eru að mínu mati mjög góðar, t.d. orðalag skilgreiningar um sjálfbæra nýtingu skóga. Þar er breytt úr því að viðhaldið sé líffræðilegri fjölbreytni, framleiðni, endurnýjun og þrótti skóga, í að efld sé til frambúðar líffræðileg fjölbreytni, framleiðni, endurnýjun og þróttur skóga. Að mínu mati liggur þarna munur á kyrrstöðu eða sýn til frambúðar sem mér sýnist hæstv. ráðherra hafa í þessum málum og ég þakka fyrir það.