149. löggjafarþing — 25. fundur,  25. okt. 2018.

umboðsmaður Alþingis.

235. mál
[17:00]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég fagna lokaorðum hæstv. forseta og hv. þingmanns varðandi fjármagnið og er hjartanlega sammála því að það þurfi að vera algjörlega tryggt að fjármagn fylgi þessu mikilvæga starfi. Ég er líka sammála því að mikið hagræði sé í að fela þessu embætti sem hefur nánast flekklausan feril, held ég, þannig séð og nýtur mikils trausts, þetta mikilvæga hlutverk. Því að umboðsmaður Alþingis er algerlega sjálfstæður í sínum störfum. Ég held að það sé hárrétt ákvörðun.